Við erum velferðarskóli
Tálknafjarðarskóli leggur mikla áherslu á velferð nemenda og að mæta hverjum og einum nemenda þar sem hann er staddur ásamt því að nýta styrkleika hvers og eins þannig að allir geti notið sín eins og þeir eru.
Tálknafjarðarskóli er fyrsti skólinn á Vestfjörðum sem fékk vottun Grænfána, árið 2006.
Árið 2024 sækjum við um 10. fánann.
Tálknafjarðarskóli varð heilsueflandi skóli árið 2021. Unnin hefur verið heilsustefna fyrir skólann til framtíðar.
Tálknafjarðarskóli leggur áherslu á að vinna MARKVISST með HEIMSMARKMIÐ Sameinuðu þjóðanna, BARNASÁTTMÁLANN og nýtingu alþjóðlegra daga UNESCO í skólastarfi.
Hvernig mótum við starfið okkar?
Hvernig mótum við starfið okkar?