Grunnskólastarfið okkar 

Um starfið

Áherslur í grunnskólastarfi

Tálknafjarðarskóli leggur mikla áherslu á velferð nemenda og að mæta hverjum og einum nemenda þar sem hann er staddur ásamt því að nýta styrkleika hvers og eins þannig að allir geti notið sín eins og þeir eru.

Í Tálknafjarðarskóla eru rúmlega 30 nemendur á grunnskólaaldri. Skóladagurinn hefst kl 8.10 og er boðið upp á jógastund eða yndislestur fyrstu 10 mínútur skóladagsins áður en eiginleg kennsla fer fram. Kennslustundir eru 40-60 mínútur. Boðið uppá ávaxtastund eftir frímínútur gegn vægu gjaldi í stað hefðbundis nestistíma. Gott og heilsusamlegt mötuneyti er í skólanum þar sem eldað er á staðnum og eldað frá grunni. Allir nemendur og starfsfólk borðar á sama tíma í nýuppgerðu mötuneyti skólans. Einu sinni yfir skólaárið fær hvert stig að velja heilan vikumatseðil í samráði við matráð skólans.

Samkennsla er í öllum árgöngum og skipt er í tvo teymiskennslu hópa;  yngsta stig og mið- og unglingastig. Mikil samvinna er þvert á hópa, niður í elstu börn leikskóla, þar sem farið er í reglulegt hópastarf. Auk þess fara elstu börn leikskólans í vikulega tíma með yngsta stigi í hópavinnu í samþættum námsgreinum, forritun/vísindi ásamt listgreinum. 

Á miðstigi hefur verið í þróun að bjóða uppá aukið val, en á skólaárinu 2023-2024 býðst þeim tveir tímar á viku í val en boðið er upp á fleiri valgreinar á unglingastigi. 

Skólinn er öflugur Grænfánaskóli og tekur einnig þátt starfinu sem Heilsueflandi skóli. Við leggjum mikla rækt við að vera sjálfbær, vistvæn og græn. 

Starfsfólk

Helga Birna Berthelsen

Grunnskólakennari

Lára Eyjólfsdóttir

Stuðningsfulltrúi

Velferðarkennsla og útikennsla

Marion Worthmann


Tónlistarkennari

Solveig Björk Bjarnadóttir

Grunnskólakennari

Sveinn Jóhann Þórðarson

Leiðbeinandi grunnskóla

UT og Náttúruvísindi