Leikskólastarfið okkar 

Um starfið

Áherslur í leikskólastarfi Vinabæjar

Vinabær leggur mikla áherslu á velferð nemenda og að mæta hverjum og einum nemenda þar sem hann er staddur ásamt því að nýta styrkleika hvers og eins þannig að allir geti notið sín eins og þeir eru.

Í Vinabæ eru 13 nemendur skólaárið 2023 – 2024. Leikskólinn opnar kl. 7.45 og lýkur kl. 16.00 nema á föstudögum þá lokar leikskólinn kl:14:45. Leikskólanemendur frá 3 ára aldri byrja á því að fara í jógastund með grunnskólanemendum klukkan 8.10 og fara síðan í hefðbundið starf að því loknu. Elstu nemendur leikskólans fara í vikulega tíma með yngsta stigi grunnskólans þar sem þeir fara í samþættar námsgreinar, forritun/vísindi og listgreinar. Yngri nemendur eru í hópastarfi en taka einnig reglulega þátt í samstarfi við grunnskóladeildina.

Starf Vinabæjar hefur verið í mótun út frá skólastefnu sveitarfélagsins og í haust er stefnt að því að vera með fullbúna stefnu fyrir leikskólastarfið í heild sinni. Rýmið sem er til staðar fyrir leikskólabörnin er ágætlega stórt miðað við fjölda nemenda og er stöðugt unnið að því að bæta aðstöðu barnanna með tilliti til yngri nemenda sérstaklega. Sumarið 2020 var unnið að lagfæringu á leikskólalóð og hefur nú verið sett upp girðing utan um leikskólaleiksvæðið ásamt nýjum leiktækjum. Veturinn 2021 voru keypt ný húsgögn og leikföng til að mæta þörfum yngri barnanna sérstaklega. Sumarið 2023 var teppalagt rýmið sem ætlað er yngstu nemendum leikskólans. 

Starfsfólk

Jessika Guerrero

Leikskólakennari

Kasia Dobosz

Leiðbeinandi leikskóla

Monika Wasilewska

Leiðbeinandi leikskóla

Sveinn Jóhann Þórðarson

Leiðbeinandi