Nemendaþjónustan okkar

Tálknafjarðarskóli er velferðarskóli og leggjum við mikla áherslu á líðan nemenda í skólanum. Nemendaþjónustan er til staðar fyrir alla nemendur og þjónustuteymi skólans heldur utan um mál einstakra nemenda sem þurfa aukinn stuðning í skólanum. 

Í skólanum starfar þjónustuteymi en það er sett saman af deildarstjóra og umsjónarkennurum. Teymið hittist mánaðarlega og ræðir mál þeirra nemenda sem þurfa aukinn stuðning. Með þessum hætti erum við markvisst að vinna með að bæta aðstæður og líðan einstakra barna sem þurfa aukinn stuðning.


Í skólanum starfar stoðþjónustuteymi (nemendaverndarráð) sem samanstendur af skólastjóra, deildarstjóra, skólasálfræðingi, sérkennsluráðgjafa, skólahjúkrunarfræðingi og ráðgjafa félagsþjónustunnar. Teymið hittist þegar þörf er á og fer yfir mál þeirra nemenda sem þurfa stuðning frá utanaðkomandi ráðgjöfum skólans. Stoðþjónustan er unnin í samstarfi við skólaþjónustuna Ásgarð og Tröppu. Undir stoðþjónustu fellur þjónusta námsráðgjafa, skólasálfræðings ásamt allri einstaklingsþjónustu og stuðningi sem nemendur fá innan veggja skólans eins og félagsfærniþjálfun, tilfinningalæsi og almennur stuðningur vegna námsörðugleika eða annarra ástæðna. Deildarstjóri nemendaþjónustu heldur utan um alla þá þjónustu sem nemendur fá.

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir

Skólastjóri

Ágústa Ósk Aronsdóttir

Deildarstjóri

Tengiliður farsældar

 Sturla Brynjólfsson

Skólasálfræðingur

Erla Björk Sveinbjörnsdóttir

Sérkennsluráðgjafi

Eva María Matthíasdóttir

Skólahjúkrun

Theodóra Jóhannsdóttir

Félagsráðgjafi 

Aðrir ráðgjafar

Anna María Þorkelsdóttir

Kennsluráðgjafi

Árný Magnúsdóttir

Tengiliður Hvest vegna farsældar barna

Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir

Náms- og starfsráðgjafi

Kristrún Lind Birgisdóttir

Ráðgjafi skólamála

Tinna Sigurðardóttir

Talmeinafræðingur

Opið Asperger-heilkenni

Kynning frá Andrési Páli, nemanda á unglingastigi


Birt með leyfi nemanda