Nemendaþjónustan okkar
Tálknafjarðarskóli er velferðarskóli og leggjum við mikla áherslu á líðan nemenda í skólanum. Nemendaþjónustan er til staðar fyrir alla nemendur og deildarstjóri nemendaþjónustu skólans heldur utan um mál einstakra nemenda sem þurfa aukinn stuðning í skólanum.
Við í Tálknafjarðarskóla leggjum mikla áherslu á velferð og líðan nemenda og að mæta hverjum og einum nemanda þar sem hann er staddur ásamt því að nýta styrkleika hvers og eins þannig að allir geti notið sín eins og þeir eru. Umhverfið sem við vinnum og lærum í skiptir okkur gríðarlegu máli. Aðalmarkmiðið er við útskrift 10. bekkjar þekki nemendur sjálfa sig, styrkleika og veikleika ásamt því hvernig einstaklingur þeir eru.
Nemendaþjónustan leggur mikið upp úr því að vera í góðu samstarfi við nemendur og foreldra alls skólans. Deildarstjóri nemendaþjónustu hittir umsjónarkennara hvers stigs reglulega yfir skólaárið þar sem farið er yfir líðan og námslega stöðu nemenda. Með þessum hætti erum við markvisst að vinna með að bæta aðstæður og líðan einstakra barna sem þurfa aukinn stuðning.
Mál hvers barns er unnið í samstarfi við foreldra og oft nemendur sjálfa. Deildarstjóri og umsjónarkennarar hitta foreldra og setja niður saman áætlun sem skóli og heimili vinna eftir í sameiningu.
Markmið nemendaþjónustunnar er að gerð sé einstaklingsnámskrá fyrir alla nemendur grunnskólans. í einstaklingsnámskrá er komið inn á sterkar og veikar hliðar nemandans, þar setja nemendur sér markmið og áherslur samstarfs heimilis og skóla sé sett niður til að styðja nemendur í þeirri vinnu að ná markmiðum sínum.
Í skólanum starfar stoðþjónustuteymi (nemendaverndarráð) sem samanstendur af skólastjóra, deildarstjóra, skólasálfræðingi, sérkennsluráðgjafa, skólahjúkrunarfræðingi og ráðgjafa félagsþjónustunnar. Teymið hittist þegar þörf er á og fer yfir mál þeirra nemenda sem þurfa stuðning frá utanaðkomandi ráðgjöfum skólans. Stoðþjónustan er unnin í samstarfi við skólaþjónustuna Ásgarð og Tröppu.
Undir nemendaþjónustu fellur þjónusta námsráðgjafa, skólasálfræðings ásamt allri einstaklingsþjónustu og stuðningi sem nemendur fá innan veggja skólans eins og félagsfærniþjálfun, tilfinningalæsi og almennur stuðningur vegna námsörðugleika eða annarra ástæðna. Deildarstjóri nemendaþjónustu heldur utan um alla þá þjónustu sem nemendur fá.
Sturla Brynjólfsson
Skólasálfræðingur
Erla Björk Sveinbjörnsdóttir
Sérkennsluráðgjafi
Alexandra Bubica
Skólahjúkrun
Theodóra Jóhannsdóttir
Félagsráðgjafi
Aðrir ráðgjafar
Anna María Þorkelsdóttir
Kennsluráðgjafi
Árný Magnúsdóttir
Tengiliður Hvest vegna farsældar barna
Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi
Kristrún Lind Birgisdóttir
Ráðgjafi skólamála
Tinna Sigurðardóttir
Talmeinafræðingur
Kynning frá Andrési Páli, nemanda á unglingastigi
Birt með leyfi nemanda