Öryggi barna í bíl

Öll börn undir 135 cm skulu nota barna­bíl­stól þegar þau ferðast í bíl. Ekkert er því þó til fyrir­stöðu að börn noti bílstól lengur að því gefnu að stóllinn sé fram­leiddur fyrir hæð og þyngd barnsins.

Börn undir 150 cm mega ekki sitja í fram­sæti framan við virkan öryggis­púða. Ef loft­púðinn hefur verið aftengdur eða gerður óvirkur með öðrum hætti er börnum óhætt að sitja í fram­sæti.

Bakvísandi barnabílstólar

Öruggast er að hafa barn í bakvísandi barnabílstól eins lengi og hægt er þar sem flest slys og óhöpp valda höggi framan á bílinn og í þeim tilfellum verja bakvísandi stólar höfuð og háls barnsins mjög vel. Mælt er með því að börn séu í bakvísandi stólum að minnsta kosti til þriggja ára aldurs.

Að festa stól og barn rétt í bílinn

Mikilvægt er að lesa leiðbeiningar vel þegar stóll er festur í bíl, sérstaklega í fyrsta skipti. Ef stóll er ranglega festur í bíl eða barn ranglega fest í stólinn þá getur búnaðurinn verið gagnslaus.

Notaðir barnabílastólar

Notaðir barnabílstólar geta verið varasamir þar sem erfitt getur verið að sannreyna að stóllinn hafi ekki orðið fyrir hnjaski og sprungur myndast undir klæðningu. Því er ekki mælt með að kaupa notaðan stól af ókunnugum.

Viðurlög